Andri Rúnar skoraði nánast frá endalínunni, í boga yfir Ólaf Íshólm Ólafsson í marki Fram.
Markið var skoðað í Stúkunni á Stöð 2 Sport og hægt er að sjá umræðuna um það hér að neðan.
Atli Viðar Björnsson var ekki alveg eins sannfærður og Baldur um að markmið Andra Rúnars hefði verið að skora, frekar en að gefa fyrirgjöf:
„Ég er aðeins á báðum áttum. Sóknin er náttúrulega frábær, þeir líta út eins og Barcelona þarna gegn Fram-liðinu….
Í viðtali við Fótbolta.net segir Andri Rúnar að hann hafi séð Ólaf Íshólm hafa farið 3-4 metra út frá línunni. Óli Íshólm stendur náttúrulega bara á línunni.
Ef hann er að reyna þetta er þetta náttúrulega stórkostleg afgreiðsla. En sjáið Jeppe Pedersen, hann er mættur á fjærstöngina. Lítill partur af mér trúir því að Andri hafi séð hlaupið hans og verið að gefa í svæðið á fjærstönginni, fyrir Jeppe að ráðast á þetta,“ sagði Atli Viðar og bætti við:
„En ef hann er að reyna þetta er slúttið stórkostlegt. Það er samt lítill fugl sem slær efasemdaröddum í hausinn á mér.“
Hvort sem hann ætlaði sér að skora sjálfur eða ekki þá hefur Andri Rúnar núna skorað fimm mörk í þremur leikjum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar, og reynst Vestra afar mikilvægur í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Hann hefur alls skorað átta mörk fyrir liðið í sumar.