Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar 9. október 2024 10:31 Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Grunnskólar Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun