Körfubolti

Hvar er þessi? „Þetta er eitt­hvað biblíu­dæmi“

Sindri Sverrisson skrifar
Uppistandarinn Jakob Birgisson og Tómas Steindórsson, fastagestur í Körfuboltakvöldi Extra, voru með ýmis konar rökstuðning fyrir svörum sínum.
Uppistandarinn Jakob Birgisson og Tómas Steindórsson, fastagestur í Körfuboltakvöldi Extra, voru með ýmis konar rökstuðning fyrir svörum sínum. Stöð 2 Sport.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi Extra fóru í liðinn „Hvar er þessi?“ þar sem þeir Tómas Steindórsson og Jakob Birgisson reyndu að svara því með hvaða liði nokkrir minna þekktir leikmenn spila.

Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson birti myndir af leikmönnum úr Bónus-deild karla sem fæstir þekkja, að minnsta kosti í dag. Tómas og Jakob reyndu svo að rýna í andlit þeirra og nöfn, og komast að niðurstöðu um með hvaða liði hver þeirra spilar.

„Mér finnst hann vera svolítið Stjörnulegur“, „Þetta er mjög sterkt nafn í Grindavík“ og „Þetta er eitthvað biblíudæmi“, eru nokkur dæmi um rökstuðning þeirra félaga þegar þeir giskuðu á lið hvers leikmanns, eins og sjá má í skemmtilegu myndbandi hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld Extra - Hvar er þessi?

Körfuboltakvöld Extra er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á þriðjudagskvöldum, þar sem kannaðar eru nýjar hliðar á Bónus-deild karla og oftast á laufléttum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×