Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 11:05 Ríkið vill fjölga óstaðbundnum störfum til þess að styrkja landsbyggðina. Þau gera fólki kleift að starfa fyrir ríkisstofnanir sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu en búa allt annars staðar, til dæmis á Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira