Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 13:33 Erling Haaland verður fyrirliði norska landsliðsins í komandi landsleikjum. Getty/Annelie Cracchiolo Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland. Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira
Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland.
Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira