Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 17:47 Öryggisverðir fjarlægðu Saleh af æfingasvæði Jets. Perry Knotts/Getty Images Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar. NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar.
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira