Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 08:33 Það er enn hægt að spila á Laugardalsvelli, þar sem Ísland hefur oft náð frábærum úrslitum, en KSÍ segir útilokað að þar verði spilað í mars. vísir/Hulda Margrét Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira