Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 09:03 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í íbúð í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að stinga mann ítrekað á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði árið 2021 viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði stungið hann tvívegis. Þrátt fyrir það sagði hún að maðurinn hefði beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. „Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira