Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Hurðin er skemmd eftir vatnið sem fyllti hálft herbergið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vísir/vilhelm Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“. Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm
Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira