Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:31 Estelle Cascarino með boltann í leiknum í gær, en hún kastaði upp á gervigrasið, í leiknum við Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllur í Vålerenga. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira