Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:58 Åge Hareide þekkir það að þjálfa danska landsliðið, og hann þekkir Ole Gunnar Solskjær einnig vel. Vísir/Vilhelm og Getty/Matthew Peters Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku. Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku.
Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira