Menning

Han Kang hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels

Jón Þór Stefánsson skrifar
Han Kang kom til 'Islands árið 2017.
Han Kang kom til 'Islands árið 2017. Getty

Suður kóreski rithöfundurinn Han Kang hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Verk eftir hana hefur komið út á íslensku, en hún hefur einnig komið hingað til lands.

Í umsögn sænsku akademíunnar segir að Kang fjalli um áföll í sögulegu samhengi og óskrifaðar reglur.

„Á einstakan hátt er hún meðvituð um tenglsa líkama og sálar, þess sem er lifandi og liðið, en ljóðrænn og tilraunakenndur stíll hennar hefur borið með sér nýbreytni í samtímaprósa.“

Skáldsaga Kang Grænmetisætan, frá árinu 2007, var gefin út í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal árið 2017.

Han Kang var gestur Bókmenntahátíðar Reykjavíkur árið 2017. Magnús Guðmundsson tók viðtal við hana fyrir Fréttablaðið sem má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.