Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun