Fótbolti

Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir ó­vænt tap

Aron Guðmundsson skrifar
Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu í síðustu þremur leikjum þess. Hann var ráðinn inn til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate hætti sem landsliðsþjálfari
Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu í síðustu þremur leikjum þess. Hann var ráðinn inn til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate hætti sem landsliðsþjálfari Vísir/Getty

Lee Carsley, landsliðsþjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta til bráðabirgða, býst ekki við því að vera ráðinn landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. 

Frá þessu greindi Carsley eftir óvænt 2-1 tap Englands gegn Grikklandi á Wembley leikvanginum í Lundúnum í gær í Þjóðadeild UEFA. 

Carsley tók við þjálfun enska landsliðsins til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate, þáverandi landsliðsþjálfari Englands hætti. 

Eftir tapið gegn Grikklandi í gærkvöldi vildi Carsley þó ekki útiloka sjálfan sig sem næsta landsliðsþjálfara Englands en hann sagðist þó búast við því að snúa aftur til fyrri starfa með undir 21 árs landsliði Englands. 

Þetta var fyrsti ósigur enska landsliðsins undir stjórn Carsley sem hafði fyrir leik gærkvöldsins stýrt enska landsliðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir hans stjórn. 

Eftir fyrstu tvo leiki liðsins undir stjórn Carsley þótti hann líklegur til þess að verða ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englands en með ósigri gærkvöldsins vakna upp spurningar varðandi það hvort hann sé rétti maðurinn í starfið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×