Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 11:33 Craig Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur þótt byrja vel. Getty/Nick Potts „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti