„Draumur frá því ég var lítill“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 12:33 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira