Lífið

Glæsihús um­vafið ó­snortnu hrauni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið stendur á fallegri náttúrulóð við Garðahraun sem er friðað svæði.
Húsið stendur á fallegri náttúrulóð við Garðahraun sem er friðað svæði.

Við Mosprýði í Garðabæ er að finna glæsilegt parhús sem stendur á fallegri náttúrulóð, umvafin ósnortnu hrauni. Um er að ræða 345 fermetra hús á þremur pöllum sem þykir með þeim glæsilegri.

Húsið var byggt árið 2008 og hannað af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Mikill glæsibragur er yfir eigninni sem hefur verið innréttuð á smekklegan og hlýlegan máta.

Fasteignaljósmyndun

Gengið er inn í bjarta og rúmgóða forstofu, sem leiðir inn í opið alrýmið með gólfsíðum gluggum með stórbrotnu útsýni til fjalla og yfir höfuðborgina. 

Í eldhúsinu er stílhrein innrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Fyrir miðju er vegleg eyja með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu. Hvítur steinn er á borðum.

Á efstu hæðinni er sjónvarpsrými, hjónasvíta með sér bað- og fataherbergi. Þaðan er útgengt á sjö fermetra svalir með fallegu útsýni. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Í bakgarðinum er nýlegur garðskáli, sem gefur eigninni aukinn karakter og fjölbreyttari möguleika.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.