Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2024 15:32 Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar