Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á fundinum og voru þeir spurðir út í andstæðinga morgundagsins auk þess sem Hareide svaraði spurningum um stöðu Alberts Guðmundssonar.
Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikur Íslands og Tyrklands fer fram á Laugardalsvelli á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:45 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:15.