Fótbolti

Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum.
Logi Tómasson kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum. Vísir/Anton Brink

Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu.

Logi Tómasson kom inn á sem varamaður í hálfleik og minnkaði muninn á 69. mínútu.

Þetta var hans fyrsta landsliðsmark í hans fimmta landsleik. Hann var þó ekki hættur.

Logi fékk boltann fyrir utan teig eftir stutta hornspyrnu, lék í átt að teignum og sendi hann í fjærhornið með frábæru skoti. Geggjað mark.

Það má sjá þetta glæsilega mark hér fyrir neðan en einnig markið sem hann á allan heiður af þremur mínútum síðar. Logi labbaði þá í gegnum vörn Wales og skoraði af endalínunni. Það eru þó líkur á því að það mark verði skráð sem sjálfsmark.

Bæði mörkin eru hér fyrir neðan.

Mörkin hjá Wales komu bæði eftir keimlíkar sóknir þar sem góð hlaup Harry Wilson af miðjunni skiluðu honum í bæði skiptin einum á móti Hákoni Rafni Valdimarssyni í marki Íslands.

Í fyrra markinu hálfvarði Hákon skotið frá Wilson en Brennan Johnson fylgdi á eftir á marklínunni.

Í seinna markinu var Wilson aftur kominn einn í gegn en að þessu sinni skoraði hann örugglega sjálfur.

Hér fyrir neðan má sjá mörk Wales í fyrri hálfleiknum sem og stangarskot Wilson sem hefur farið á kostum í þessum fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×