„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:08 Jóhann Berg neyddist af velli undir lok leiks, en vonar að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. vísir / anton brink „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn