Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 11:46 Orri Óskarsson kom sér í færi í gær og átti flottan leik. vísir/Anton Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands er ánægður með að Orri Steinn Óskarsson hafi valið að ganga til liðs við Real Sociedad á Spáni í sumar. Orri Steinn hefur skorað tvö mörk fyrir spænska liðið á tímabilinu. Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Wales í gær var Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands spurður út í framherjann Orra Stein Óskarsson og félagaskipti hans til spænska liðsins Real Sociedad. Orri skipti yfir til spænska félagsins í sumar frá FCK í Danmörku og skoraði sín fyrstu mörk í La Liga á dögunum. „Ég held að Orri verði frábær framherji og það er gott að hann fór til Real Sociedad því þeir hafa haft skandinavíska leikmenn áður. Alexander Sörloth var þar og Alexander Isak líka,“ en hinn norski Sörloth og Isak, sem er frá Svíþjóð, voru nokkuð duglegir að skora fyrir spænska liðið á sínum tíma. Báðir hafa þeir fært sig um set en Sörloth leikur með Atletico Madrid og Isak með Newcastle. „Ég held að þeir séu góðir í að sjá um Skandinavana og fá þá til að trúa á sjálfa sig. Ég sé muninn á Orra, hann sagði mér að þjálfarinn sé mjög góður og að hann sé sjálfur að aðlagast vel. Hann veit að hann þarf að vera þolinmóður að bíða eftir sínum mínútum. En hann kann mjög vel við sig.“ Þá segir Åge að á Spáni sé spilaður sókndjarfur bolti sem henti Orra Steini vel. „Ég held að það sé mjög gott að vera sóknarsinnaður leikmaður og spila og búa á Spáni. Þeir spila sóknarbolta og það mun henta honum vel.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Wales í gær var Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands spurður út í framherjann Orra Stein Óskarsson og félagaskipti hans til spænska liðsins Real Sociedad. Orri skipti yfir til spænska félagsins í sumar frá FCK í Danmörku og skoraði sín fyrstu mörk í La Liga á dögunum. „Ég held að Orri verði frábær framherji og það er gott að hann fór til Real Sociedad því þeir hafa haft skandinavíska leikmenn áður. Alexander Sörloth var þar og Alexander Isak líka,“ en hinn norski Sörloth og Isak, sem er frá Svíþjóð, voru nokkuð duglegir að skora fyrir spænska liðið á sínum tíma. Báðir hafa þeir fært sig um set en Sörloth leikur með Atletico Madrid og Isak með Newcastle. „Ég held að þeir séu góðir í að sjá um Skandinavana og fá þá til að trúa á sjálfa sig. Ég sé muninn á Orra, hann sagði mér að þjálfarinn sé mjög góður og að hann sé sjálfur að aðlagast vel. Hann veit að hann þarf að vera þolinmóður að bíða eftir sínum mínútum. En hann kann mjög vel við sig.“ Þá segir Åge að á Spáni sé spilaður sókndjarfur bolti sem henti Orra Steini vel. „Ég held að það sé mjög gott að vera sóknarsinnaður leikmaður og spila og búa á Spáni. Þeir spila sóknarbolta og það mun henta honum vel.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira