Hareide kallar Sævar Atla inn Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:28 Åge Hareide hefur misst tvo öfluga leikmenn út eftir leikinn við Wales í gær. vísir/Anton Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur bætt sóknarmanninum Sævari Atla Magnússyni í hópinn sem mætir Tyrklandi á mánudagskvöld. Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira