Þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í algjöru lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu en þær mættust í toppslag í þýsku deildinni í dag. Wolfsburg og Bayern Munchen hafa barist um þýska meistaratitilinn undanfarin ár en Bayern vann titilinn í fyrra eftir spennandi keppni.
Fyrir leikinn í dag var Bayern í efsta sæti deildarinnar og hafði unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. Wolfsburg var hins vegar í 4. sæti fimm stigum á eftir og þurfti því nauðsynlega að vinna sigur til að missa Bayern ekki átta stig á undan sér.
Það tókst Wolfsborg. Þær unnu góðan 2-0 sigur með mörkum frá Vivien Endemann og Lineth Beerensteyn en bæði mörkin. Sveindís Jane kom inn af bekknum í stöðunni 2-0 og fékk gott tækifæri til að innsigla sigur Wolfsburg undir lokin en skaut framhjá markinu.
Glódís Perla spilaði allan leikinn í vörn Bayern en þurfti að sætta sig við fyrsta tap liðsins á tímabilinu. Bayern er þó enn í efsta sæti deildarinnar og er einu stigi á undan Leverkusen og tveimur stigum á undan Wolfsburg og Frankfurt. Síðastnefnda liðið getur náð toppsætinu á mánudag vinni það sigur gegn Freiburg.