Nýja skipið mun betra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 09:43 Nýja björgunarskipið Björg á siglingu. Landsbjörg Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira