Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar 13. október 2024 07:03 Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun