„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 17:02 Kristrún Frostadóttir. vísir/vilhelm „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira