Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 13. október 2024 16:57 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. „Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
„Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira