Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 18:30 Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum við Wales á föstudag, í næstsíðasta leiknum á grasinu sem nú er á Laugardalsvelli. vísir/Anton Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira