Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 19:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. „Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs. Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira