„Ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 21:17 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í pólitíkinni í ljósi tíðinda dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2/Sigurjón Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor lítur svo á að mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hafi verið „þúfan sem velti hlassinu“ í aðdraganda stjórnarslita. Óvissuástand ríkir þó enn um framhaldið að mati sérfræðinga, en ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu kom ekki á óvart. Eftir vendingar dagsins virðist fátt benda til annars en að alþingiskosningar fari fram fyrir jól. Forseti Íslands mun þó þurfa að leggja sjálfstætt mat á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Eiríkur Bergmann og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ljósi ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hyggst óska eftir því við forseta Íslands að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ef vilji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra nær fram að ganga þurfa allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila framboðslistum fyrir mánaðamót og stefnt að kosningum laugardaginn 30. nóvember. Ennþá í óvissuástandi „Það er ljóst að þessi ákvörðun Bjarna kemur samstarfsflokkunum í opna skjöldu. Það blasir við af öllum viðbrögðum að fólk átti ekki von á þessu,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann vísar þar einkum til orða Svandísar Svavarsdóttur og radda innan úr Framsóknarflokknum sem hafa sagt ákvörðun Bjarna hafa komið á óvart. „Þetta upplegg sem hann er að leggja upp með varðandi þingrofið og hvernig boðað er til kosninga það er þá örugglega ekki heldur í neinni sátt þannig að við erum ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna í málinu,“ segir Eiríkur. Honum þyki líklegt að forseti vilji ræða við formenn annarra flokka, en þær upplýsingar hafa borist frá skrifstofu forseta Íslands, að gera megi ráð fyrir Halla Tómasdóttir muni ræða við formenn annarra flokka. „Þá gæti alveg birst einhver önnur mynd heldur en að forsætisráðherra leggur upp með. Það er alla veganna ekki útilokað,“ segir Eiríkur. „Stál í stál“ og ekkert annað komið til greina Heimir Már Pétursson fréttamaður segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið á óvart, en hann benti á það í fréttum í gær að þessi möguleiki væri líklegur í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. „Þetta var einfaldlega komið stál í stál. Þegar að annar flokkurinn er búinn að segja „það er engin þörf á að ræða útlendingamálin frekar“ og hinn flokkurinn segir „það verður að gera það frekar“ þá gefur augaleið að ef að hvorugur gefur eftir þá er það búið,“ sagði Heimir. Þá segir hann athyglisvert að Bjarni hafi vakið máls á því á blaðamannafundinum í dag að frumvarp ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um orkumál hafi setið fast í ríkisstjórn um einhvern tíma. Það séu nýjar fréttir í því að VG hafi komið í veg fyrir afgreiðslu málsins úr ríkisstjórn miðað við það sem fram kom í máli forsætisráðherra í dag. Meðal þeirra mála sem hefur reynst erfitt fyrir ríkisstjórnina er mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. „Það kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu sem að í rauninni á endanum má segja að velti þessari ríkisstjórn. Það er þúfan sem að veltir hlassinu ef svo má segja að einhverju leyti. Því stigmögnunin hún fer í rauninni af stað svolítið eftir þessa ákvörðun,“ sagði Eiríkur. Bjarni Benediktsson vildi þó ekki fallast á það að eitthvað eitt mál hafi verið dropinn sem fyllti mælinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum í dag. Hvað segja lögin? Samkvæmt 24. grein stjórnarskrár getur forseti Íslands rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið. Þá skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir að þing var rofið. Gangi áætlanir Bjarna Benediktssonar eftir og Halla Tómasdóttir fellst á beiðni hans um þingrof miðað við þá tímalínu sem Bjarni leggur upp með, yrði að öllum líkindum stefnt að alþingiskosningum þann 30. nóvember. Samkvæmt kosningalögum er gert ráð fyrir því að þegar alþingiskosningar fara fram eftir tilkynningu um þingrof þurfi öll framboð að vera tilkynnt eigi síðar en klukkan tólf á hádegi þrjátíu dögum fyrir kjördag. Þannig myndu allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila inn framboðslistum til landskjörstjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október sem er eftir um tvær og hálfa viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mál Yazans Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Eftir vendingar dagsins virðist fátt benda til annars en að alþingiskosningar fari fram fyrir jól. Forseti Íslands mun þó þurfa að leggja sjálfstætt mat á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Eiríkur Bergmann og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ljósi ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hyggst óska eftir því við forseta Íslands að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ef vilji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra nær fram að ganga þurfa allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila framboðslistum fyrir mánaðamót og stefnt að kosningum laugardaginn 30. nóvember. Ennþá í óvissuástandi „Það er ljóst að þessi ákvörðun Bjarna kemur samstarfsflokkunum í opna skjöldu. Það blasir við af öllum viðbrögðum að fólk átti ekki von á þessu,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann vísar þar einkum til orða Svandísar Svavarsdóttur og radda innan úr Framsóknarflokknum sem hafa sagt ákvörðun Bjarna hafa komið á óvart. „Þetta upplegg sem hann er að leggja upp með varðandi þingrofið og hvernig boðað er til kosninga það er þá örugglega ekki heldur í neinni sátt þannig að við erum ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna í málinu,“ segir Eiríkur. Honum þyki líklegt að forseti vilji ræða við formenn annarra flokka, en þær upplýsingar hafa borist frá skrifstofu forseta Íslands, að gera megi ráð fyrir Halla Tómasdóttir muni ræða við formenn annarra flokka. „Þá gæti alveg birst einhver önnur mynd heldur en að forsætisráðherra leggur upp með. Það er alla veganna ekki útilokað,“ segir Eiríkur. „Stál í stál“ og ekkert annað komið til greina Heimir Már Pétursson fréttamaður segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið á óvart, en hann benti á það í fréttum í gær að þessi möguleiki væri líklegur í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. „Þetta var einfaldlega komið stál í stál. Þegar að annar flokkurinn er búinn að segja „það er engin þörf á að ræða útlendingamálin frekar“ og hinn flokkurinn segir „það verður að gera það frekar“ þá gefur augaleið að ef að hvorugur gefur eftir þá er það búið,“ sagði Heimir. Þá segir hann athyglisvert að Bjarni hafi vakið máls á því á blaðamannafundinum í dag að frumvarp ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um orkumál hafi setið fast í ríkisstjórn um einhvern tíma. Það séu nýjar fréttir í því að VG hafi komið í veg fyrir afgreiðslu málsins úr ríkisstjórn miðað við það sem fram kom í máli forsætisráðherra í dag. Meðal þeirra mála sem hefur reynst erfitt fyrir ríkisstjórnina er mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. „Það kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu sem að í rauninni á endanum má segja að velti þessari ríkisstjórn. Það er þúfan sem að veltir hlassinu ef svo má segja að einhverju leyti. Því stigmögnunin hún fer í rauninni af stað svolítið eftir þessa ákvörðun,“ sagði Eiríkur. Bjarni Benediktsson vildi þó ekki fallast á það að eitthvað eitt mál hafi verið dropinn sem fyllti mælinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum í dag. Hvað segja lögin? Samkvæmt 24. grein stjórnarskrár getur forseti Íslands rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið. Þá skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir að þing var rofið. Gangi áætlanir Bjarna Benediktssonar eftir og Halla Tómasdóttir fellst á beiðni hans um þingrof miðað við þá tímalínu sem Bjarni leggur upp með, yrði að öllum líkindum stefnt að alþingiskosningum þann 30. nóvember. Samkvæmt kosningalögum er gert ráð fyrir því að þegar alþingiskosningar fara fram eftir tilkynningu um þingrof þurfi öll framboð að vera tilkynnt eigi síðar en klukkan tólf á hádegi þrjátíu dögum fyrir kjördag. Þannig myndu allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila inn framboðslistum til landskjörstjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október sem er eftir um tvær og hálfa viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mál Yazans Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira