„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 10:31 Jóhann Berg Guðmundsson reynir skot í leiknum á móti Wales á föstudagskvöldið. Vísir/Anton Brink Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn