Hinn fjórtán ára gamli Faraji kom sér nefnilega í fréttirnar á Asíuleikunum á dögunum þegar hann vann besta borðtennisspilara heims.
Þessi stórefnilegi strákur frá Íran hefur augljóslega hæfileika til að ná mjög langt í sinni íþróttagrein.
Faraji vann þarna Kínverjann Wang Chuqin sem er efstur á heimslistanum í borðtennis. Strákurinn er 209 sætum neðar á heimslistanum í borðtennis.
Chuqin er 24 ára gamall og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París, í liðakeppni og í tvenndarleik.
Faraji vann leikinn 3-2 eða 11-8, 3-11, 9-11, 13-11 og 11-9.
Þetta dugði þó íranska liðinu skammt því þetta var eini sigurinn og Kínverjar slógu þá út 3-1.
Faraji var ánægður með sigurinn eins og sést hér fyrir neðan.