Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 08:01 Lögregluþjónar að störfum nærri heimili Skripal árið 2018. Getty/Jack Taylor Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. Ráðamenn í Bretlandi standa í þeirri trú að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega veitt banatilræðinu blessun sína. Þetta er meðal þess sem fram kom í gær á fyrsta degi opinberrar rannsóknar á dauða Sturgess, sem fer fram í Salisbury og mun líklega standa yfir til desember. Þar er verið að skoða hvað leiddi til dauða hennar og munu fjölmörg vitni bera vitni við rannsóknina. Skripal sjálfur sendi yfirlýsingu sem lesin var í gær en þar sagðist hann einnig telja að Pútín hefði gefið skipunina, eða í það minnsta leyfi sitt fyrir banatilræðinu. Einn lögmannanna sem koma að rannsókninni sagði, samkvæmt Sky News að Sturgess hefði dáið vegna ólöglegs og svívirðilegs banatilræðis. Þá sagði hann að tilræðismennirnir hefðu sýnt viðurstyggilega lítilsvirðingu fyrir mannslífum, með því að skilja nægt taugaeitur eftir til að bana þúsundum manna eftir á glámbekk. Smygluðu taugaeitrinu í ilmvatnsflösku Útsendarar frá leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, ferðuðust til Bretlands í og sprautuðu taugaeitrinu Novichok, sem er að skilgreint sem gereyðingarvopn og var þróað á tímum Sovétríkjanna, á hurðarhún á heimili Skripals þann 3. mars. Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir eitrun og létu bæði næstum því lífið. Skripal var á árum áður háttsettur innan GRU en veitti bresku leyniþjónustunni MI6 reglulega upplýsingar um árabil. Þegar hann stafaði í sendiráði Rússa í Madríd byrjaði hann að selja upplýsingar til Breta og hélt því áfram þegar hann flutti til Moskvu. Hann er sagður hafa skrifað upplýsingar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans flutti þessar bækur svo til Spánar og afhenti þær Bretum. Skripal var svo handtekinn árið 2004, eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Honum var svo sleppt í fangaskiptum árið 2010. Sjá einnig: Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Áðurnefndir útsendarar eru taldir hafa skilið Nina Ricci Premier Jour ilmvatnsflöskuna sem þeir notuðu til að smygla taugaeitrinu til landsins eftir á glámbekk. Ekki kom fram í gær hvar nákvæmlega flaskan var skilin eftir. Handtökuskipun var gefin á hendur mannanna tveimur og einum til viðbótar sem talinn er hafa aðstoðað þá. Nokkrum dögum síðar var birt viðtal við þá í RT, einum af ríkismiðlum Rússlands, þar sem þeir sögðust vera ferðamenn sem hefðu viljað sjá dómkirkju Salisbury. Nokkrum árum síðar var svo lýst eftir þessum sömu mönnum í Tékklandi vegna stórrar sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Annar mannanna, Anatoliy Chepiga, var ofursti í GRU og hafði margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og innan GRU. Hann hlaut meðal annars æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en hún er yfirleitt veitt persónulega af Pútín. Pútín staðhæfði svo sjálfur að mennirnir væru óbreyttir borgarar, sem þeir eru ekki. Sama taugaeitur var notað til að eitra fyrir Alexei Navalní. Fann flöskuna á glámbekk og tók heim Nærri því fjórum mánuðum eftir banatilræðið gegn Skripal, eða þann 30. júní 2018 er Charlie Rowley, maki Sturgess, sagður hafa fundið ilmvatnsflöskuna, og fór hann með hana heim til þeirra. Þar sprautaði hún taugaeitri á sig og dó. Hann varð alvarlega veikur en lifði af. Fram kom í gær að Sturgess sprautaði á sig og fór inn á baðherbergi. Þar kom Rowley að henni skömmu síðar þar sem hún lá á gólfinu, kipptist til og froðufelldi. Hún lést svo á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar sögðu í Salisbury í að þau vonuðust til þess að rannsóknin svaraði spurningum sem fjölskylda hennar hefði hingað til ekki fengið svör við. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi standa í þeirri trú að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega veitt banatilræðinu blessun sína. Þetta er meðal þess sem fram kom í gær á fyrsta degi opinberrar rannsóknar á dauða Sturgess, sem fer fram í Salisbury og mun líklega standa yfir til desember. Þar er verið að skoða hvað leiddi til dauða hennar og munu fjölmörg vitni bera vitni við rannsóknina. Skripal sjálfur sendi yfirlýsingu sem lesin var í gær en þar sagðist hann einnig telja að Pútín hefði gefið skipunina, eða í það minnsta leyfi sitt fyrir banatilræðinu. Einn lögmannanna sem koma að rannsókninni sagði, samkvæmt Sky News að Sturgess hefði dáið vegna ólöglegs og svívirðilegs banatilræðis. Þá sagði hann að tilræðismennirnir hefðu sýnt viðurstyggilega lítilsvirðingu fyrir mannslífum, með því að skilja nægt taugaeitur eftir til að bana þúsundum manna eftir á glámbekk. Smygluðu taugaeitrinu í ilmvatnsflösku Útsendarar frá leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, ferðuðust til Bretlands í og sprautuðu taugaeitrinu Novichok, sem er að skilgreint sem gereyðingarvopn og var þróað á tímum Sovétríkjanna, á hurðarhún á heimili Skripals þann 3. mars. Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir eitrun og létu bæði næstum því lífið. Skripal var á árum áður háttsettur innan GRU en veitti bresku leyniþjónustunni MI6 reglulega upplýsingar um árabil. Þegar hann stafaði í sendiráði Rússa í Madríd byrjaði hann að selja upplýsingar til Breta og hélt því áfram þegar hann flutti til Moskvu. Hann er sagður hafa skrifað upplýsingar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans flutti þessar bækur svo til Spánar og afhenti þær Bretum. Skripal var svo handtekinn árið 2004, eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Honum var svo sleppt í fangaskiptum árið 2010. Sjá einnig: Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Áðurnefndir útsendarar eru taldir hafa skilið Nina Ricci Premier Jour ilmvatnsflöskuna sem þeir notuðu til að smygla taugaeitrinu til landsins eftir á glámbekk. Ekki kom fram í gær hvar nákvæmlega flaskan var skilin eftir. Handtökuskipun var gefin á hendur mannanna tveimur og einum til viðbótar sem talinn er hafa aðstoðað þá. Nokkrum dögum síðar var birt viðtal við þá í RT, einum af ríkismiðlum Rússlands, þar sem þeir sögðust vera ferðamenn sem hefðu viljað sjá dómkirkju Salisbury. Nokkrum árum síðar var svo lýst eftir þessum sömu mönnum í Tékklandi vegna stórrar sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Annar mannanna, Anatoliy Chepiga, var ofursti í GRU og hafði margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og innan GRU. Hann hlaut meðal annars æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en hún er yfirleitt veitt persónulega af Pútín. Pútín staðhæfði svo sjálfur að mennirnir væru óbreyttir borgarar, sem þeir eru ekki. Sama taugaeitur var notað til að eitra fyrir Alexei Navalní. Fann flöskuna á glámbekk og tók heim Nærri því fjórum mánuðum eftir banatilræðið gegn Skripal, eða þann 30. júní 2018 er Charlie Rowley, maki Sturgess, sagður hafa fundið ilmvatnsflöskuna, og fór hann með hana heim til þeirra. Þar sprautaði hún taugaeitri á sig og dó. Hann varð alvarlega veikur en lifði af. Fram kom í gær að Sturgess sprautaði á sig og fór inn á baðherbergi. Þar kom Rowley að henni skömmu síðar þar sem hún lá á gólfinu, kipptist til og froðufelldi. Hún lést svo á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar sögðu í Salisbury í að þau vonuðust til þess að rannsóknin svaraði spurningum sem fjölskylda hennar hefði hingað til ekki fengið svör við.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira