Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Íþróttadeild Vísis skrifar 14. október 2024 20:48 Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma leiks og var hársbreidd frá því að bæta öðru marki við. Vísir / Hulda Margrét Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. Byrjunarlið Byrjunarlið Íslands í kvöld. Fjórar breytingar voru gerðar frá leiknum gegn Wales á föstudag. Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson tóku út leikbann í kvöld. Auk þeirra duttu Kolbeinn Birgir Finnsson og Willum Þór Willumsson út úr byrjunarliðinu frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. Arnór Ingvi Traustason, Mikael Neville Anderson, Mikael Egill Ellertsson og Logi Tómasson komu inn í þeirra stað. Vísir / Hulda Margrét Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [4] Átti flottan leik þangað til hann gaf þriðja markið. Varði vel í byrjun leiks þegar Çalhanoğlu þrumaði að marki. Ekki auðvelt að halda hans skotum frá marki. Æddi út úr markinu þegar Aktürkoğlu var við það að sleppa einn í gegn, renndi sér í boltann og kom í veg fyrir dauðafæri. Stórkostleg varsla eftir skalla af stuttu færi í upphafi seinni hálfleiks. Tókst ekki að verja fyrra vítið en tók fyrstur eftir því að Çalhanoğlu hafði snert boltann tvisvar, fékk gult spjald fyrir hávær mótmæli en þau skiluðu sér. Lítið sem hann gat gert í fyrra marki Tyrkja, erfitt skot að eiga við, og auðvitað enn minna við hann að sakast í öðru markinu sem var skorað af vítapunktinum. Heilmikið við hann að sakast í þriðja markinu, skelfileg mistök og hreint grátlegt að tapa leiknum með þessum hætti. Valgeir Lunddal, hægri bakvörður [7] Fínasta frammistaða. Tyrkir sóttu mikið upp vinstri vænginn og Valgeir hafði nóg að gera varnarlega, en gaf íslenska liðinu líka mikið sóknarlega og átti stoðsendinguna á Andra Lucas, frábær fyrirgjöf.vísir / hulda margrét Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Öruggur í öllum aðgerðum og myndar gott par með Daníel Leó, komin svolítil reynsla hjá þeim tveimur og þeir vinna vel saman.Ekkert við hann að sakast í vítinu sem hann gaf óvart, fékk bara þrusufastan bolta beint í höndina.vísir / hulda margrét Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [6] Framsæknari en Sverrir og á oft skemmtilegar sendingar og hlaup fram völlinn. Samstarfið virðist virka vel og parið gerðist ekki sekt um nein slæm mistök í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig.vísir / hulda margrét Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Fór aðeins minna fyrir honum en á föstudaginn, enda hefði annað verið ótrúlegt. Kom líklega í veg fyrir mark samt, með frábærri tæklingu þegar Aktürkoğlu brunaði í skyndisókn eftir íslenskt horn og var við það að sleppa í gegn.Skaut einu sinni að marki og svoleiðis smellhitti boltann, svo fast var skotið að þó það hafi ratað beint á markmanninn gat hann engan veginn haldið því. Mikil hætta sem skapaðist og óheppni að Ísland hafi ekki skorað úr frákastinu. Baneitraður vinstri fótur sem Logi býr yfir.vísir / hulda margrét Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [7] Stýrir allri umferð og leiðir íslenska liðið. Sinnir sínu hlutverki og leitar niður í öftustu línu að boltanum. Engir flugeldar en fínasta frammistaða. Hörkuskot sem hann átti undir lokin en ekki alveg nógu hnitmiðað. Þegar líða fór á leikinn var þreytan orðin sjáanleg hjá miðjumönnunum og líklega hefði mátt skipta öðrum þeirra eða báðum út þegar Ísland lenti undir. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Sinnti skítavinnunni vel á löngum köflum. Gríðarlega mikilvægur varnarlega, lokaði sendingarleiðum og vann boltann oft á miðjunni. Hefði líklega mátt gera betur í fyrsta marki Tyrkja, sóknarmaður valsaði framhjá honum og gaf stoðsendingu á skotmanninn Kahveci, sem Arnór hefði mátt loka betur á.vísir / hulda margrét Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [7] Lúsiðinn leikmaður, örugglega ömurlegt að mæta honum.Var fljótur að hugsa og átti stoðsendinguna í fyrsta markinu þegar hann fann Orra inn fyrir vörnina. Komst ekki eins vel inn í leikinn í seinni hálfleik og var tekinn af velli. vísir / hulda margrét Mikael Egill Ellertsson, vinstri kantmaður [6] Mikill hraði, mikill kraftur, en ekki nógu oft sem eitthvað kemur upp úr því. Demantur sem þarf að slípa.Hoppaði á hestbak hjá Kökcü og stöðvaði hættulega skyndisókn, fagmannlegt brot en sprenghlægilegt spjald. Líkt og Mikael á hinum kantinum var hann tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik.vísir / hulda margrét Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Heilt yfir öflugur, helsti uppspilspunktur Íslands, leitaði mikið niður á völlinn, leyfði mönnum að vinna í kringum sig og gerði það vel. Beitti klókindum, vann boltann og kom Íslandi í álitlega þrjá á tvo stöðu í upphafi leiks, vildi boltann til baka en fékk ekki frá Mikaeli Agli sem reyndi að leggja hann fyrir markið á Orra Steinn.Klaufaleg vítagjöf sem hann veitti Tyrkjunum. Stökk í skallabaráttu sem hann átti engan séns í og baðaði út örmum, rétt metið hjá dómaranum að höndin var í ekki í náttúrulegri stöðu.Bætti upp fyrir það með frábæru jöfnunarmarki, sem átti þó eftir að þýða lítið þegar allt kom til alls.vísir / hulda margrét Maður leiksins - Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Stórkostlegur sprettur hjá honum í upphafi leiks sem skilaði marki. Brunaði sjálfur upp hálfan völlinn með varnarmann á eftir sér, meðan margir hefðu reynt að leika á hann eða leitað að sendingu en Orri sá bara um þetta sjálfur.Átti tvö góð skot á markið til viðbótar í fyrri hálfleik og var síðan mjög óheppinn að skora ekki í seinni hálfleik þegar varnarmaður Tyrkja bjargaði á línu.Vísir / Hulda Margrét Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 67. mínútu [6] Ekki sami kraftur í varamönnunum eins og síðast gegn Wales. Fór lítið fyrir honum og komst ekki mikið á boltann, en vann hann vel í eitt skipti. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson á 78. mínútu [6] Fór ekki heldur mikið fyrir honum. Fékk fína stöðu í eitt skipti en nýtti ekki nógu vel, hefði mátt keyra á varnarmanninn af meiri krafti en hægði á sér og leitaði að utanáhlaupi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Hefur gengið vel gegn Tyrkjum í Dalnum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Byrjunarlið Byrjunarlið Íslands í kvöld. Fjórar breytingar voru gerðar frá leiknum gegn Wales á föstudag. Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson tóku út leikbann í kvöld. Auk þeirra duttu Kolbeinn Birgir Finnsson og Willum Þór Willumsson út úr byrjunarliðinu frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. Arnór Ingvi Traustason, Mikael Neville Anderson, Mikael Egill Ellertsson og Logi Tómasson komu inn í þeirra stað. Vísir / Hulda Margrét Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [4] Átti flottan leik þangað til hann gaf þriðja markið. Varði vel í byrjun leiks þegar Çalhanoğlu þrumaði að marki. Ekki auðvelt að halda hans skotum frá marki. Æddi út úr markinu þegar Aktürkoğlu var við það að sleppa einn í gegn, renndi sér í boltann og kom í veg fyrir dauðafæri. Stórkostleg varsla eftir skalla af stuttu færi í upphafi seinni hálfleiks. Tókst ekki að verja fyrra vítið en tók fyrstur eftir því að Çalhanoğlu hafði snert boltann tvisvar, fékk gult spjald fyrir hávær mótmæli en þau skiluðu sér. Lítið sem hann gat gert í fyrra marki Tyrkja, erfitt skot að eiga við, og auðvitað enn minna við hann að sakast í öðru markinu sem var skorað af vítapunktinum. Heilmikið við hann að sakast í þriðja markinu, skelfileg mistök og hreint grátlegt að tapa leiknum með þessum hætti. Valgeir Lunddal, hægri bakvörður [7] Fínasta frammistaða. Tyrkir sóttu mikið upp vinstri vænginn og Valgeir hafði nóg að gera varnarlega, en gaf íslenska liðinu líka mikið sóknarlega og átti stoðsendinguna á Andra Lucas, frábær fyrirgjöf.vísir / hulda margrét Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Öruggur í öllum aðgerðum og myndar gott par með Daníel Leó, komin svolítil reynsla hjá þeim tveimur og þeir vinna vel saman.Ekkert við hann að sakast í vítinu sem hann gaf óvart, fékk bara þrusufastan bolta beint í höndina.vísir / hulda margrét Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [6] Framsæknari en Sverrir og á oft skemmtilegar sendingar og hlaup fram völlinn. Samstarfið virðist virka vel og parið gerðist ekki sekt um nein slæm mistök í kvöld, þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig.vísir / hulda margrét Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Fór aðeins minna fyrir honum en á föstudaginn, enda hefði annað verið ótrúlegt. Kom líklega í veg fyrir mark samt, með frábærri tæklingu þegar Aktürkoğlu brunaði í skyndisókn eftir íslenskt horn og var við það að sleppa í gegn.Skaut einu sinni að marki og svoleiðis smellhitti boltann, svo fast var skotið að þó það hafi ratað beint á markmanninn gat hann engan veginn haldið því. Mikil hætta sem skapaðist og óheppni að Ísland hafi ekki skorað úr frákastinu. Baneitraður vinstri fótur sem Logi býr yfir.vísir / hulda margrét Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [7] Stýrir allri umferð og leiðir íslenska liðið. Sinnir sínu hlutverki og leitar niður í öftustu línu að boltanum. Engir flugeldar en fínasta frammistaða. Hörkuskot sem hann átti undir lokin en ekki alveg nógu hnitmiðað. Þegar líða fór á leikinn var þreytan orðin sjáanleg hjá miðjumönnunum og líklega hefði mátt skipta öðrum þeirra eða báðum út þegar Ísland lenti undir. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Sinnti skítavinnunni vel á löngum köflum. Gríðarlega mikilvægur varnarlega, lokaði sendingarleiðum og vann boltann oft á miðjunni. Hefði líklega mátt gera betur í fyrsta marki Tyrkja, sóknarmaður valsaði framhjá honum og gaf stoðsendingu á skotmanninn Kahveci, sem Arnór hefði mátt loka betur á.vísir / hulda margrét Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [7] Lúsiðinn leikmaður, örugglega ömurlegt að mæta honum.Var fljótur að hugsa og átti stoðsendinguna í fyrsta markinu þegar hann fann Orra inn fyrir vörnina. Komst ekki eins vel inn í leikinn í seinni hálfleik og var tekinn af velli. vísir / hulda margrét Mikael Egill Ellertsson, vinstri kantmaður [6] Mikill hraði, mikill kraftur, en ekki nógu oft sem eitthvað kemur upp úr því. Demantur sem þarf að slípa.Hoppaði á hestbak hjá Kökcü og stöðvaði hættulega skyndisókn, fagmannlegt brot en sprenghlægilegt spjald. Líkt og Mikael á hinum kantinum var hann tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik.vísir / hulda margrét Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Heilt yfir öflugur, helsti uppspilspunktur Íslands, leitaði mikið niður á völlinn, leyfði mönnum að vinna í kringum sig og gerði það vel. Beitti klókindum, vann boltann og kom Íslandi í álitlega þrjá á tvo stöðu í upphafi leiks, vildi boltann til baka en fékk ekki frá Mikaeli Agli sem reyndi að leggja hann fyrir markið á Orra Steinn.Klaufaleg vítagjöf sem hann veitti Tyrkjunum. Stökk í skallabaráttu sem hann átti engan séns í og baðaði út örmum, rétt metið hjá dómaranum að höndin var í ekki í náttúrulegri stöðu.Bætti upp fyrir það með frábæru jöfnunarmarki, sem átti þó eftir að þýða lítið þegar allt kom til alls.vísir / hulda margrét Maður leiksins - Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Stórkostlegur sprettur hjá honum í upphafi leiks sem skilaði marki. Brunaði sjálfur upp hálfan völlinn með varnarmann á eftir sér, meðan margir hefðu reynt að leika á hann eða leitað að sendingu en Orri sá bara um þetta sjálfur.Átti tvö góð skot á markið til viðbótar í fyrri hálfleik og var síðan mjög óheppinn að skora ekki í seinni hálfleik þegar varnarmaður Tyrkja bjargaði á línu.Vísir / Hulda Margrét Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 67. mínútu [6] Ekki sami kraftur í varamönnunum eins og síðast gegn Wales. Fór lítið fyrir honum og komst ekki mikið á boltann, en vann hann vel í eitt skipti. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson á 78. mínútu [6] Fór ekki heldur mikið fyrir honum. Fékk fína stöðu í eitt skipti en nýtti ekki nógu vel, hefði mátt keyra á varnarmanninn af meiri krafti en hægði á sér og leitaði að utanáhlaupi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Hefur gengið vel gegn Tyrkjum í Dalnum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Í beinni: Ísland - Tyrkland | Hefur gengið vel gegn Tyrkjum í Dalnum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47