„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 21:16 Andri Lucas skoraði annað mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn