Fótbolti

Ræddu dýr­keypt mis­tök Hákonar í ís­lenska markinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson er hér búinn að missa boltann í teignum og Arda Güler kemur Tyrkjum i 3-2.
Hákon Rafn Valdimarsson er hér búinn að missa boltann í teignum og Arda Güler kemur Tyrkjum i 3-2. Vísir/Hulda Margrét

Hákon Rafn Valdimarsson hefur staðið sig mjög vel í íslenska markinu síðan hann fékk tækifærið með A-landsliðinu en hann gerði stór mistök í tapinu á móti Tyrkjum í Laugardalnum i gær.

Í uppgjöri Stöðvar 2 Sport eftir leikinn var farið yfir það þegar Hákon gaf Tyrkjunum þriðja markið sem kom tyrkneska liðinu aftur yfir og gerði nánast út um það að íslenska liðið fengi eitthvað út úr þessum leik.

„Hákon er búinn að eiga frábæra leiki fyrir Ísland en þarna kosta hans mistök mark. Þetta er þessi ábyrgð sem fylgir markmannsstöðunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Ef þú gerir mistök þarna þá eru þau mjög dýr og þau voru það í þetta skiptið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson.

„Eins og Kári sagði áðan þá á hann bara að mæta boltanum og hreinsa hann í burtu. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en þetta eru dýr mistök,“ sagði Lárus.

„Ég sá þetta líka í fyrri hálfleik. Daníel tekur einu sinni boltann og hleypur með hann upp. Menn halda bara að þeir hafi einhvern tíma. Hann var étinn og þetta er nákvæmlega sama atvik,“ sagði Kári Árnason.

„Hann er að koma á fullu gasi og við erum á 87. mínútu. Staðan er 2-2. Þrumaðu þessu bara fram,“ sagði Kári.

Klippa: Umræða um mistök Hákonar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×