Lífið

Hlut­verkið það erfiðasta hingað til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helga Braga fer með aðalhlutverkið í 10 Möst
Helga Braga fer með aðalhlutverkið í 10 Möst

Helga Braga Jónsdóttir ein ástsælasta leikkona landsins er að slá í gegn í dramahlutverkum í ár. En hún verður sextug í nóvember og hefur aldrei verið eftirsóttari sem leikkona.

Nýjasta mynd Helgu heitir Topp 10 Möst og er spennumynd með flottri persónusköpun og drama en einnig skemmtilegum grín atriðum í bland þannig að maður bæði tárast og hlær. Vala Matt hitti Helgi í síðustu viku í Íslandi í dag og ræddi við hana um lífið og hvernig það er að fara með hana um þessar mundir.

„Þetta er kolsvört kómidía og fjallar um mjög alvarlegt efni sem er einmannaleikinn, tengslaleysi, þunglyndi og fjallar um tvær jaðarkonur,“ segir Helga í samtali við Völu. Helga segist lítið hafa þurft að hugsa út þær senur þar sem húmorinn er í fyrirrúmi en þegar kom að dramapartinum varð hún að setja sig í stellingar.

Tók mjög mikið á

„Hún er leið á lífinu og langar ekki til að lifa lengur og ég þurfti að fara þangað sem var erfitt. Það tók mjög mikið á mig og í raun eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég hef oft leikið drama í sjónvarpsþáttum og í leikhúsi en þá hafa það verið minni senur og minni hlutverk. Þannig að ég hef ekki fengið þetta svona framhald.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er yfir myndina og hlutverk Helgu Brögu.

Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.