„Við þurfum að sýna Tindastólsorkuna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. október 2024 22:17 Israel Martin er að gera frábæra hluti með kvennalið Tindastóls. vísir / hanna Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik. „Þetta var stór sigur fyrir okkur. Hlynur og ég erum að reyna kenna okkar leikmönnum, sérstaklega þeim nýju og heima stelpum að við þurfum að sýna Tindastóls orkuna. Það er okkar einkenni að gefast aldrei upp og við berjumst alltaf fram í lokin.“ Sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir sigurinn gegn Njarðvík. Baráttan í liði Tindastóls var frábær og þær gáfust aldrei upp þó svo að það hafi komið slæmur kafli í þriðja leikhluta. Þær settu stór skot undir lokin og snéru leiknum við. „Já Randi [Keonsha Brown] kom hingað til þess. Mér fannst þegar við lentum í villu vandræðum með Paula [Canovas Rojas] og Edyta [Ewa Falenzcyk] fann fyrir einhverju í mjöð þá stigu Brynja [Líf Júlíusdóttir], Klara [Sólveig Björgvinsdóttir] og Inga [Sólveig Sigurðardóttir] upp og skiluðu stóru verki og auðvitað Emma [Katrín Helgadóttir] setti þrista og komast á körfuna. Þó svo það sjáist ekki á stigatöflunni þá voru allar í liðinu með mikilvæg hlutverk.“ Tindastóll var með flottan varnarleik í kvöld og létu Njarðvíkinga vinna fyrir sínum stigum. „Við héldum þeim í 76 stigum sem er mikið. Við létum [Brittany] Dinkins vinna fyrir öllum sínum stigum. Hún skoraði bara 21 stig en er vanalega yfir 30. Varnarlega vorum við með smá breytingar sem virkaði mjög vel en það sem skiptir mestu máli var að við vorum að gera hluti sem við höfum verið að æfa. Við gerum aldrei neitt óútreiknanlegt svo ég er ánægður með að stelpurnar séu að læra og við verðum að njóta þessa sigurs því hann var mjög góður.“ Randi Keonsha Brown var virkilega öflug í liði Tindastóls í fyrri hálfleiknum en það dró aðeins af henni í seinni eða allt fram að fjórða leikhluta þegar hún komst aftur í gírinn. „Já við gáfum henni smá hvíld. Hún kom svo til mín og bað mig um að láta sig fá boltann [í fjórða leikhluta] og sagði hún að þetta væri hennar tími. Hinar stelpurnar gerðu líka virkilega vel svo ég er mjög ánægður.“ Bónus-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
„Þetta var stór sigur fyrir okkur. Hlynur og ég erum að reyna kenna okkar leikmönnum, sérstaklega þeim nýju og heima stelpum að við þurfum að sýna Tindastóls orkuna. Það er okkar einkenni að gefast aldrei upp og við berjumst alltaf fram í lokin.“ Sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir sigurinn gegn Njarðvík. Baráttan í liði Tindastóls var frábær og þær gáfust aldrei upp þó svo að það hafi komið slæmur kafli í þriðja leikhluta. Þær settu stór skot undir lokin og snéru leiknum við. „Já Randi [Keonsha Brown] kom hingað til þess. Mér fannst þegar við lentum í villu vandræðum með Paula [Canovas Rojas] og Edyta [Ewa Falenzcyk] fann fyrir einhverju í mjöð þá stigu Brynja [Líf Júlíusdóttir], Klara [Sólveig Björgvinsdóttir] og Inga [Sólveig Sigurðardóttir] upp og skiluðu stóru verki og auðvitað Emma [Katrín Helgadóttir] setti þrista og komast á körfuna. Þó svo það sjáist ekki á stigatöflunni þá voru allar í liðinu með mikilvæg hlutverk.“ Tindastóll var með flottan varnarleik í kvöld og létu Njarðvíkinga vinna fyrir sínum stigum. „Við héldum þeim í 76 stigum sem er mikið. Við létum [Brittany] Dinkins vinna fyrir öllum sínum stigum. Hún skoraði bara 21 stig en er vanalega yfir 30. Varnarlega vorum við með smá breytingar sem virkaði mjög vel en það sem skiptir mestu máli var að við vorum að gera hluti sem við höfum verið að æfa. Við gerum aldrei neitt óútreiknanlegt svo ég er ánægður með að stelpurnar séu að læra og við verðum að njóta þessa sigurs því hann var mjög góður.“ Randi Keonsha Brown var virkilega öflug í liði Tindastóls í fyrri hálfleiknum en það dró aðeins af henni í seinni eða allt fram að fjórða leikhluta þegar hún komst aftur í gírinn. „Já við gáfum henni smá hvíld. Hún kom svo til mín og bað mig um að láta sig fá boltann [í fjórða leikhluta] og sagði hún að þetta væri hennar tími. Hinar stelpurnar gerðu líka virkilega vel svo ég er mjög ánægður.“
Bónus-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira