Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 11:02 Tom Brady þarf heldur betur að passa hvað hann segir á Fox Sports. Getty/ Kevin Sabitus Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira