Kennarar í brennidepli – Vanvirðing, skortur á stuðningi og óviðunandi vinnuaðstæður Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 16. október 2024 11:02 Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun