Fimm milljarða dómur ekki talinn varða mikilvæga hagsmuni Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 14:22 Jón Hilmar er viðskiptamaður eins og faðir hans en hann er annar stofnenda nýsköpunarfyrirtæksins Noona. Vísir Dómur í máli þrotabús Karl Wernerssonar og Jóns Hilmars Karlssonar, sonar hans, stendur óhaggaður. Landsréttur dæmdi Jón Hilmar til greiðslu alls um fimm milljarða króna en Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Jón Hilmar var í byrjun júní þessa árs dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Meðal annars verulegir fjárhagslegir hagsmunir undir Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Jón Hilmar hafi óskað eftir því þann 4. júlí síðastliðinn að fá leyfi til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar. Hann hafi byggt á því að málið varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína, meðal annars verulega fjárhagslega hagsmuni. Þá teldi hann dóm Landsréttar rangan, bæði að formi og efni til. Hann hafi einkum vísað til þess að dómurinn væri rangur um mat á sönnun um hvenær kaupsamningur um félagið hafi verið undirritaður. Niðurstaða um það myndi einnig hafa fordæmisgildi um ráðstöfun sakarefnis í einkamálum sem og um beitingu málsforræðisreglu og útilokunarreglu einkamálaréttarfars og hafi því verulegt almennt gildi. Bersýnilega röng niðurstaða um gjaldfærni Þá hafi Jón Hilmar byggt á því að endurmat Landsréttar á sönnunargildi framburða tiltekinna vitna fyrir héraðsdómi hafi brotið gegn tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála og meginreglu einkamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu. Auk þess gætu úrslit málsins, með vísan til stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu haft verulegt almennt gildi um sakarefni í einkamálum þegar þau skarist við rannsókn sakamáls. Enn fremur væri niðurstaða Landsréttar um gjaldfærni Karls á árinu 2016 bersýnilega röng og niðurstaða Hæstaréttar um það gæti haft verulegt fordæmisgildi. Hæstiréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki séð að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Jóns Hilmars í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að málsmeðferð hefði verið stórlega ábótavant eða að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðninni væri því hafnað. Gjaldþrot Dómsmál Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Dómari þarf ekki að víkja vegna fjölskyldutengsla í máli feðga Landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti í máli sem þrotabú Karls Wernerssonar höfðaði á hendur Jóni Hilmari Karlssyni, sem er sonur Karls. Hæstiréttur hefur fellt dóm þess efnis, þar sem úrskurður Landsréttar í málinu var staðfestur. 15. apríl 2024 14:34 Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Jón Hilmar var í byrjun júní þessa árs dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Meðal annars verulegir fjárhagslegir hagsmunir undir Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Jón Hilmar hafi óskað eftir því þann 4. júlí síðastliðinn að fá leyfi til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar. Hann hafi byggt á því að málið varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína, meðal annars verulega fjárhagslega hagsmuni. Þá teldi hann dóm Landsréttar rangan, bæði að formi og efni til. Hann hafi einkum vísað til þess að dómurinn væri rangur um mat á sönnun um hvenær kaupsamningur um félagið hafi verið undirritaður. Niðurstaða um það myndi einnig hafa fordæmisgildi um ráðstöfun sakarefnis í einkamálum sem og um beitingu málsforræðisreglu og útilokunarreglu einkamálaréttarfars og hafi því verulegt almennt gildi. Bersýnilega röng niðurstaða um gjaldfærni Þá hafi Jón Hilmar byggt á því að endurmat Landsréttar á sönnunargildi framburða tiltekinna vitna fyrir héraðsdómi hafi brotið gegn tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála og meginreglu einkamálaréttarfars um milliliðalausa sönnunarfærslu. Auk þess gætu úrslit málsins, með vísan til stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu haft verulegt almennt gildi um sakarefni í einkamálum þegar þau skarist við rannsókn sakamáls. Enn fremur væri niðurstaða Landsréttar um gjaldfærni Karls á árinu 2016 bersýnilega röng og niðurstaða Hæstaréttar um það gæti haft verulegt fordæmisgildi. Hæstiréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki séð að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Jóns Hilmars í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að málsmeðferð hefði verið stórlega ábótavant eða að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðninni væri því hafnað.
Gjaldþrot Dómsmál Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Dómari þarf ekki að víkja vegna fjölskyldutengsla í máli feðga Landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti í máli sem þrotabú Karls Wernerssonar höfðaði á hendur Jóni Hilmari Karlssyni, sem er sonur Karls. Hæstiréttur hefur fellt dóm þess efnis, þar sem úrskurður Landsréttar í málinu var staðfestur. 15. apríl 2024 14:34 Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55
Dómari þarf ekki að víkja vegna fjölskyldutengsla í máli feðga Landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti í máli sem þrotabú Karls Wernerssonar höfðaði á hendur Jóni Hilmari Karlssyni, sem er sonur Karls. Hæstiréttur hefur fellt dóm þess efnis, þar sem úrskurður Landsréttar í málinu var staðfestur. 15. apríl 2024 14:34
Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00
Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23