Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 16. október 2024 18:17 Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira