Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 16. október 2024 18:17 Þórdís Kolbrún að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi við fréttamenn áður en hún gekk á fund ríkisstjórnar, sem boðaður var klukkan 16 á Hverfisgötu. Á fundinum var ákveðið að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson myndu skipta á milli sín ráðuneytum VG, sem gert er ráð fyrir að verði staðfest á ríkissráðsfundi á morgun. Fyrir fund var Þórdís Kolbrún spurð út tilkynningu hennar í dag um að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi í stað Norðvesturkjördæmis og taka þar annað sæti á lista Sjálfstæðismann, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar sækist hún eftir sæti Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Ég hef sagt það skýrt að það er í fyrsta lagi spurningin um hvar ég geri mest gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir hans,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún hafi sömuleiðis verið búsett í Kópavogi síðastliðin áratug. „Mér fannst þetta vera tímapunkturinn, þótt þetta sé ekki atburðarásin sem ég sá fyrir mér.“ Það sé samt sem áður erfitt að kveðja norðvesturkjördæmi. „Ég er þarna fædd og uppalin og er það sem ég er vegna þess. Ég mun sakna þess en ég hætti ekkert að vera Skagamaður. Ég berst auðvitað fyrir landið allt og hagsmunum þess á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, hún á við í norðvesturkjördæmi eins og í suðvesturkjördæmi. Vonandi fæ ég bara áfram umboð til að sinna mínum störfum.“ Hún segist tilbúin að leiða bæði listann og flokkinn ef til þess kemur að Bjarni stígi til hliðar. „Þetta eru sannarlega skilaboð um það líka. En maður tekur eitt skref í einu.“ Viðtalið við Þórdísi er í heild sinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira