Handbolti

Aron Dagur í Kópa­voginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Dagur spilar áfram í rauðiu og hvítu.
Aron Dagur spilar áfram í rauðiu og hvítu. HK

Aron Dagur Pálsson hefur samið við HK út yfirstandandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Hann kemur frá Val þar sem samningur hans rann út í sumar. 

Aron Dagur var laus allra mála á Hlíðarenda eftir tveggja ára veru þar og hefur nú ákveðið að semja við HK. 

Það verður hans fjórða lið hér á landi eftir að hafa spilað með Gróttu, Stjörnunni og Val. Einnig hefur leikmaðurinn spilað með Elverum í Noregi ásamt Gulf og Al­ingsås í Svíþjóð. Hann á þá að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Aron Dagur mun klæðast treyju númer 13 hjá HK sem er í 10. sæti Olís-deildarinnar með þrjú stig að loknum sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×