Lífið

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Andlát Liam Payne hefur valdið gríðarlega athygli.
Andlát Liam Payne hefur valdið gríðarlega athygli. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti.

Lést af völdum höfuðáverka

„Liam mun lifa að eilífu í hjörtum okkar og við munum minnast hans fyrir hans góðu, fyndnu og hugrökku sál,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Þau segjast nú vera til staðar fyrir hvort annað og biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs síns.

Þá kemur fram í umfjöllun Sky að heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires hafi gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts stjörnunnar. Liam hafi í fallinu fram af svölunum hlotið alvarlega höfuðáverka sem drógu hann til dauða. Sjúkraliðar hafi ekkert getað gert til að bjarga honum þegar þeir mættu á vettvang.

Ennfremur hefur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts hans og samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hann segir bresk yfirvöld eiga í fullu samráði við argentínsk stjórnvöld vegna málsins. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.