Íslenska ofurfólkið sem keppir á HM í bakgarðshlaupi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2024 08:31 Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska, Andri Guðmundsson og Mari Järsk eru í íslenska liðinu sem keppir á HM liða í bakgarðshlaupi. Á laugardaginn fer heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum fram um víða veröld. Ísland sendir vaska sveit til leiks. Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup. Bakgarðshlaup Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup.
Bakgarðshlaup Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira