Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Árni Sæberg skrifar 17. október 2024 16:51 Frá vinstri: H.E. Kalistat Lund, ráðherra landbúnaðar-, orku- og umhverfismála á Grænlandi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi. Icelandair Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland. Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland.
Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira