Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2024 20:39 Kristján Ottó Hjálmsson tekinn föstum tökum. Hann endaði kvöldið á sjúkrahúsi með rifbeinsbrot. vísir/Anton „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27. Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira