Ljúffeng flensubanasúpa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:01 Linda Ben töfraði fram ljúffenga og matarmikla kjúklingasúpu með núðlum og sprettum. Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. „Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Súpur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Súpur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira