Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2024 12:02 Björn Leví hefur sig á brott með sína undirskriftalista, frá Vínbúðinni í Skeifunni; þar er bannað að safna undirskriftum. vísir/einar árnason Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. „Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að. Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira